Gengið í björg - árituð og tölusett / signed and numbered
Árið 2005 sýndu Eggert Pétursson (f. 1956) og Helgi Þorgils Friðjónsson (f. 1953) saman í Salzburg í Austurríki. Þá kviknaði sú hugmynd að þeir myndu vinna saman verk þar sem þeir teiknuðu og máluðu inn í verk hvors annars. Næstu ár héldu þeir þessu áfram og vorið 2016 sýndu þeir afraksturinn í Listasafni ASÍ við Freyjugötu. Þessi verk voru síðan gefin út í bók sem ber vitni sköpunargleði þeirra og vináttu.
Eggert og Helgi útbjuggu 100 tölusettar og áritaðar bækur þar sem þeir teiknuðu báðir inn á forsíður bóka.nna á sama hátt og þeir unnu verkin. Hver bók er einstakt listaverk.
Dynamic Snippet þitt mun birtast hér...
Þessi skilaboð birtast vegna þess að þú gafst ekki upp bæði síu og sniðmát til að nota.