Lucid
Ljósmyndaraðir Hrafnkells Sigurðssonar má óefað kalla nútímaklassík. Þær eru kunnar langt út fyrir raðir listáhugafólks og eru í hópi helstu verk íslenskrar samtímalistasögu.. Hrafnkell þróar myndmál sitt stöðugt, allt frá hinu smæsta í efninu til víðáttunnar í náttúru Íslands, og einnig með manngerðri náttúru í borgum og bæjum þar sem sorppokar og snjóhrúgur taka á sig mynd náttúrulegra skúlptúra.
Í Lucid eru birtar helstu myndaraðir Hrafnkels frá um tuttugu ára tímabili, frá um 1995 til 2015.
Útgáfuár: 2015.